Við erum með hörfatnað á konur og karla allt árið um kring. Við fáum áfyllingar í hverjum mánuði, oftast í fyrstu viku mánaðar.
Endilega ef það er eitthvað sem þið viljið sérpanta að hafa samband við okkur á horg@horg.is og við sjáum hvað við getum gert fyrir ykkur.
Við höfum fengið frábærar viðtökur síðan við opnuðum. Og okkar markmið er að íslendingar geti gengið að því að geta keypt sér hörfatnað, ekki bara á sumrin, hör er nefnilega yndislegt að vera í allt árið.
Hörfatnaður er það besta sem hægt er vera í á heitum slóðum. Fyrir þá sem eru á faraldsfæti er ekkert betra en að geta fengið sér fatnað áður en maður leggur af stað í ævintýrin!